spot_img
HomeFréttirAllir spiluðu vel í dag

Allir spiluðu vel í dag

 

Karfan.is ætlar eftir hvern leik íslenska karlalandsliðsins að vera með einkunnagjöf sem hefur það að markmiði að endurspegla áhrif hvers leikmanns á leikinn. Nokkrir þættir koma við sögu í mati á leikmönnunum og þar má nefna væntingar til leikmannsins, tölfræði, varnarleikur og svo auðvitað einfaldlega geðþótti undirritaðs. Einungis eru gefnar einkunnir fyrir 10 eða fleiri spilaðar mínútur.

 

 

Kvarðann má sjá hér fyrir neðan einkunnagjöfina.

 

Martin Hermannson – 8

Flottur leikur hjá Martin í kvöld, spilaði vel sóknarlega, var þolinmóður í sínum aðgerðum og valdi skotin sín betur en oft áður. Gaf líka 5 stoðsendingar. Var einnig flottur varnarlega, hans besti leikur þeim megin á vellinum. Vond tæknivilla í lokin sem varð 4 stig.

 

 

 

Haukur Helgi Pálsson – 6

Alltaf eins og hann sé svolítið að halda aftur af sér sóknarlega því þegar hann tekur af skarið þá ráða fáir varnarmenn við hann. Varnarlega flottur og ég veit að blokkið hans á Markkanen mun vera vögguvísan mín í nótt.

 

 

 

Kristófer Acox – 7

Kristófer lét hringina í Helsinki aldeilis finna fyrir því í kvöld, frábær skrín að venju og kláraði vel undir körfunni. Varnarlega villtur, en átti virkilega góða spretti. Byrjunarliðsmaður í næstu undankeppni fullyrði ég.

 

 

 

Hlynur Bæringsson – 6

Flottur leikur hjá Hlyni í dag í bæði sókn og vörn, dró aðeins af honum þegar að líða fór á leikinn og mér fannst hann ekki alveg fá þær villur sem hann átti að fá eftir sínar margfrægu pumpufintur. En vítin sín kláraði hann vel í dag.

 

 

 

Pavel Ermolinskij – 7

Lét boltann flæða sóknarlega án þess þó að taka mikið af skarið, loksins datt þó 1 þristur niður. Varnarlega var Pavel hins vegar í algerum sérflokki, þvílík frammistaða þeim megin á vellinum. Dekkaði stöður 1-5 með glans.

 

 

 

Jón Arnór Stefánsson – 7

Góður varnarlega og setti stór skot hinum megin á vellinum, hefði verið dýrmætt að missa hann ekki í villuvandræði, en svona getur lífið verið erfitt fyrir bakverði sem berjast í fráköstum við stóra menn. Hefði verið frábært að geta hvatt þennann stórkostlega leikmann með sigri.

 

 

 

Hörður Axel Vilhjálmsson – 7

Flottur leikur hjá Herði í dag beggja vegna vallarins, hefði jafnvel mátt vera enn agressívari sóknarlega en gerði virkilega vel í því að halda sóknarleiknum gangandi þegar að hlutirnir urðu erfiðir. Varnarlega góður.

 

 

 

 

Tryggvi Snær Hlinason – Spilaði ekki nóg.

Brynjar Þór Björnsson – Spilaði ekki nóg.

Ægir Þór Steinarsson – Spilaði ekki nóg.

Elvar Friðriksson – Spilaði ekki nóg.

Logi Gunnarsson – Spilaði ekki nóg.

 

 

 

Kvarðinn:

10 – Stórkostlegur leikur, leiddi liðið til sigurs með tilþrifum á báðum endum vallarins og frábærri tölfræði.

9 – Frábær leikur, nokkurn veginn óaðfinnanlega spilaður og frábær tölfræði.

8 – Virkilega góður leikur, góð tölfræði í bland við sjáanleg áhrif á leikinn.

7 – Góður leikur, getur verið frábær á öðrum enda vallarins eða góður í bæði vörn og sókn.

6 – Fínn leikur, leikmaðurinn skilaði sínu og gerði lítið af mistökum sem kostuðu liðið.

5 – Allt í lagi, leikmaðurinn hafði ekki sjáanleg áhrif á leikinn til góðs eða ills.

4 – Ekki góður leikur, leikmaðurinn hafði sjáanleg vond áhrif á heildarniðurstöðu leiksins.

3 – Vondur leikur, leikmaðurinn með vonda tölfræði og slakur í vörn og sókn.

2 – Hræðilegur leikur, ömurleg tölfræði í bland við sjáanleg slæm áhrif á liðið.

1 – Til skammar.

Fréttir
- Auglýsing -