Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.
Chicago Bulls
Heimavöllur: United Center
Þjálfari: Fred Hoiberg
Helstu komur: Lauri Markkanen, Zack LaVine, Khris Dunn
Helstu brottfarir: Jimmy Butler, Dwyane Wade, Rajon Rondo
Lið Chicago Bulls kemur mjög breytt inn í þetta tímabil, eftir ágætis spretti í fyrra þar sem liðið hefði sennilega slegið út efsta lið austursins, Boston Celtics ef ekki hefði verið fyrir meiðsli Rajon Rondo þá eru nokkurn vegin engar væntingar til liðsins í vetur.
Helstu styrkleikar liðsins eru þeir að liðið er mjög ungt og leikmenn liðsins ættu að vera tilbúnir að hlaupa mikið, Zach Lavine gæti líka sprungið út. Veikleikarnir eru miklu fleiri, reynsluleysið er algert, fyrir utan Robin Lopez og flestir lykilmenn liðsins eiga það sameiginlegt að hafa lítið sýnt í NBA deildinni. hver á að skora? Hver ætlar að spila vörn? Þetta lið er troðfullt af spurningamerkjum en litlu öðru.
Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:
Khris Dunn
Paul Zipser
Denzel Valentine
Lauri Markkanen
Robin Lopez
Fylgstu með: Lauri Markkanen, Finninn fljúgandi er kominn í borg vindanna og það eru bundnar miklar vonir við þennan unga leikmann. Fær væntanlega sín skot enda lítið að frétta í þessu liði.
Gamlinginn: Enginn gamlingi í þessu liði, allir undir þrítugu.
Spáin: 19-63 – 15. sæti
15. Chicago Bulls
14.
13.
12.
11.
10.
9.
8.
7.
6.
5.
4.
3.
2.
1.