Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.
Atlanta Hawks
Heimavöllur: Philips Arena
Þjálfari: Mike Budenholzer
Helstu komur: Dewayne Dedmon, Marco Belinelli, Miles Plumlee.
Helstu brottfarir: Paul Millsap, Dwight Howard, Tim Hardaway Jr.
Atlanta Hawks hafa verið góðir undanfarin ár en hafa nú með brotthvarfi allra sinna lykilmanna ákveðið að nú sé komið að því að byggja upp til framtíðar. Það er half skemmtilegt að Kent Bazemore sem fyrir örfáum árum var helsti handklæðaveifarinn hjá Golden State Warriors sé núna orðinn launahæsti leikmaður NBA liðs.
Styrkleikar liðsins felast öðru fremur í frábærum þjálfara liðsins, Mike Budenholzer sem hefur hingað til kreist nokkurnveginn allt sem hægt er að kreista út úr liðinu. Dennis Schröder er svo virkilega hraður leikstjórnandi sem erfitt er að stoppa og liðið losnaði náttúrulega við Dwight Howard, það hjálpar alltaf eitthvað.
Veikleikarnir eru margir, liðið er með afskaplega litla breidd og sóknarleikurinn gæti orðið vandamál með Schröder sem eina manninn sem getur brotið niður varnir. Það er ekki heldur eins og þetta lið sé uppfullt af öðruvísi sóknarmönnum sem geta breytt leikjum.
Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:
Dennis Schröder
Kent Bazemore
Taurean Prince
John Collins
Dewayne Dedmon
Fylgstu með: Dennis Schröder. Allur sóknarleikur liðsins mun fara í gegnum þjóðverjann knáa.
Gamlinginn: Marco Belinelli (31) mun væntanlega láta nokkrum þristum rigna.
Spáin: 29–53 – 11. sæti
15. Chicago Bulls
14. Brooklyn Nets
13. New York Knicks
12. Orlando Magic
11. Atlanta Hawks
10.
9.
8.
7.
6.
5.
4.
3.
2.
1.