Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.
Indiana Pacers
Heimavöllur: Bankers Life Fieldhouse
Þjálfari: Nate McMillan
Helstu komur: Victor Oladipo, Corey Joseph, Bojan Bodganovic.
Helstu brottfarir: Paul George, CJ Miles, Jeff Teague.
Í körfuboltafylkinu Indiana eru ekki neitt sérstaklega spennandi hlutir að gerast, liðið mun fara í gegnum sársaukafullar breytingar á næstu árum og eftir brotthvarf Paul George er ekkert annað í stöðunni heldur en að treysta á ungu leikmennina sína.
Styrkleikar liðsins eru reynslumikill þjálfari og svo er Victor Oladipo góður leikmaður, jafnvel stjörnuleikmaður í þessu hlægilega austri. Darren Collison og Corey Joseph eru svo stöðugir leikstjórnendur. Miles Turner fær sennilega öll þau skot sem hann vill og er það vel, enda næsti möguleiki Pacers manna á stjörnu. Gætu einfaldlega verið bestir af þessum alveg glötuðu liðum í austurdeildinni.
Veikleikar liðsins eru margir. Lítil reynsla, engin breidd, lykilmenn ágætir og einhvernveginn ekkert mikið meira en það. Verða hvorki sterkir í vörn né sókn svo að það er eins gott að Turner fái einfaldlega bara að slöngva boltanum í áttina að körfunni eins oft og hann vill.
Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:
Darren Collison
Victor Oladipo
Bojan Bogdanovic
Thaddeus Young
Miles Turner
Fylgstu með: Miles Turner, það var erfitt fyrir hann að fá að skína í fyrra en nú mun hann fáþað pláss sem hann þarf, spennandi ungur stór maður sem getur skotið boltanum.
Gamlinginn: Damien Wilkins (37) er á einhvern ótrúlegann hátt aftur kominn inn í deildina, hvers vegna veit ég ekki.
Spáin: 32–50 – 10. sæti
15. Chicago Bulls
14. Brooklyn Nets
13. New York Knicks
12. Orlando Magic
11. Atlanta Hawks
10. Indiana Pacers
9.
8.
7.
6.
5.
4.
3.
2.
1.