Alls fóru þrjú lið á vegum Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur á Norðurlandamótið Scania Cup í Svíþjóð, alls 46 iðkendur ásamt fylgdarliði. 7. flokkur karla og 7. flokkur kvenna í Keflavík spiluðu hvort um sig 6 leiki og unnu þá alla. Sigruðu bæði lið mótið í sínum keppnisflokkum og enduðu bæði lið með bikar í hönd og gull um hálsinn sem Scania meistarar 2023. 10. flokkur kvenna spilaði alls 6 leiki á mótinu. Þær sigruðu 4 leiki af sex og enduðu í 5.sæti á mótinu.
Einnig voru iðkendur frá Keflavík sem fengu einstaklingsverðlaun :
Scania Queen 2010 stúlkur : Björk Karlsdóttir
Scania King 2010 drengir : Sigurður Karl Guðnason
Fighting spirit 2010 stúlkur : Kamilla Nótt Bergsveinsdóttir
Fighting spirit 2010 drengir : Ágúst Ingi Kristjánsson
MVP í úrslitaleik 2010 stúlkur: Lísbet Lóa Sigfúsdóttir
MVP í úrslitaleik 2010 drengir: Arnar Freyr Elvarsson
Björk Karlsdóttir, Sigurður Karl Guðnason og Bartosz Porzezinski voru einnig öll valin í úrvals lið Scania í sínum aldurshópi.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af liðunum þremur
Ert þú með frétti af þínu félagi á Scania mótinu? Sendu þær inn á [email protected]