Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.
Philadelphia 76ers
Heimavöllur: Wells Fargo Arena
Þjálfari: Brett Brown
Helstu komur: Markelle Fultz, JJ Redick, Amir Johnson.
Helstu brottfarir: Sergio Rodriquez.
Ferillinn (e. The Process) er að komast á lokastig, Sixers voru enn einu sinni með háan valrétt í vor og völdu Markelle Fultz. Fyrir eru þeir Ben Simmons og Joel Embiid. Allir þessir þrír leikmenn eru afskaplega efnilegir, Joel Embiid sýndi meira að segja í fyrra að hann er tilbúinn til þess að valda virkilegum usla ef hann helst heill.
Styrkleikar liðsins eru þessir frábæru ungu leikmenn. Embiid er frábær, Ben Simmons hefur litið virkilega vel út á undibúningstímabilinu og Fultz hefur sýnt glefsur. JJ Redick kemur með virkilega mikilvæga reynslu inn í þetta unga lið og svo er Robert Covington verulega skemmtilegur leikmaður, fín skytta og góður varnarmaður.
Veikleikarnir eru auðvitað reynsluleysi, meiðslahætta og lítil breidd. Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta lið á að vera gott varnarlega þegar að Embiid sest á bekkinn, sem verður sennilega í svona 40 leiki. Sóknarleikurinn verður líka vandamál, allavega framan af. Það einfaldlega gerist þegar að nýliða eru afhentir lyklarnir að sókninni
Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:
Ben Simmons
Markelle Fultz
JJ Redick
Robert Covington
Joel Embiid
Fylgstu með: Ben Simmons. Margir (þar á meðal undirritaður) hafa beðið spenntir eftir þessum hávaxna leikstjórnanda.
Gamlinginn: JJ Redick (33) er ein af allra bestu skyttum deildarinnar, það verður gaman að sjá honum bomba niður nokkrum þristum á austurströndinni.
Spáin: 35–47 – 9. sæti
15. Chicago Bulls
14. Brooklyn Nets
13. New York Knicks
12. Orlando Magic
11. Atlanta Hawks
10. Indiana Pacers
9. Philadelphia 76ers
8.
7.
6.
5.
4.
3.
2.
1.