spot_img
HomeFréttirHárbeittir Njarðvíkingar lönduðu sigri

Hárbeittir Njarðvíkingar lönduðu sigri

 

Njarðvíkingar tóku sinn annan sigur í deildinni í kvöld þegar þeir fengu Stjörnumenn í heimsókn. 91:81 varð lokastaða kvöldsins í Ljónagryfjunni en Njarðvíkingar leiddu með 9 stigum í hálfleik.  Að undanskildum fyrstu mínútum leiksins þá voru Njarðvíkinga í bílstjórasætinu en þó aldrei þannig að þeir gátu slakað á og byrjað að brosa út í annað.  Stjörnumenn börðust vel til loka leiks en að þessu sinni voru Njarðvíkinga sterkari

 

Þáttaskil: 
Það er kannski erfitt að tala um þáttaskil í leiknum þar sem að Stjörnumenn voru aldrei langt undan og hefðu hæglega með heppni getað stolið sigrinum. Kannski mögulega voru þáttaskilin sú að saman hvað Stjörnumenn reyndu þá voru Njarðvíkingar ætíð með svör og setti niður stór skot þegar á þurfti. 

 

Tölfræðin lýgur ekki: 
Já hreint út sagt ótrúleg tölfræði en Terrel Vinson besti leikmaður Njarðvíkinga hlýtur að teljast til þeirra sem velja skot sín rétt því hann nýtti 77% skota sinna allt kvöldið. Þetta er fáheyrt í öllum deildum sér í lagi þegar menn taka 22 skot.  Að auki sendu Njarðvíkingar 28 stoðsendingar þetta kvöldið sem hefur líklega ekki gerst síðan um miðbik síðustu aldar. 

 

Bestu leikmenn: 
Tómas Þórður Hilmarsson var frábær fyrir Stjörnumenn í kvöld og storka hans skilaði honum 26 stigum sem er hans besta frammistaða í Dominosdeildinni. En maður leiksins, títt nefndur Terrel Vinson bætti um betur og skoraði 38 stig og tók 8 fráköst sem var að miklu leyti grunnurinn að sigri Njarðvíkinga án þess þó að taka af öðrum leikmönnum og liðinu í heild sinni sem spilaði frábærlega. 

 

Kjarninn: 
Leikur Njarðvíkinga í kvöld var nánast flöskvalaus, ef eitthvað má gagnrýna þá var það varnarleikurinn sem hefði mátt vera svona "dash" betri. Það kom hinsvegar ekki að sök því leikur liðsins í heild sinni var frábær.  Ragnar Nat og Snjólfur Marel áttu hreint út sagt skínandi leik þó svo að tölfræðin beri það ekki með sér.  Snjólfur var á fullu gasi allan tímann sem hann var inná og varnarburðir hans vógu þungt.  Sama skapi þó svo að Ragnar hafi verið á hælunum á stundum þá er nærvera hans í teig Njarðvíkinga ógnvæganleg fyrir þá sóknarmenn sem þangað vilja sækja.  Þetta Njarðvíkurlið hefur alla burði til að þess að vera í baráttu um titla í ár ef tekið er mið af frammistöðu kvöldsins í kvöld. 

 

Tölfræði leiksins. 

Fréttir
- Auglýsing -