spot_img
HomeFréttirOklahoma City Thunder - 3 ofurmenni í Oklahoma

Oklahoma City Thunder – 3 ofurmenni í Oklahoma

Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.

 

Oklahoma City Thunder

 

Heimavöllur: Chesapeake Energy Arena

Þjálfari: Billy Donovan

 

Helstu komur: Paul George, Carmelo Anthony, Patrick Patterson.

Helstu brottfarir: Victor Oladipo, Enes Kanter, Domantas Sabonis.

 

 

MVP verðlaunin eru komin í hús, nú er kominn tími til þess að reyna að vinna titil. OKC fóru á markaðinn í sumar og náðu sér í Paul George og Carmelo Anthony til þess að para við besta leikmann liðsins, Russell Westbrook. Verulega vel mannað lið sem mun gera kröfu á 55-60 sigra í vetur.

 

Styrkleikar liðsins eru stjörnuleikmennirnir. Þeir Westbrook, Anthony og George eru allir það góðir að lið munu senda tvöfaldanir til þeirra. Þá er það hinna að nýta sér plássið og standa vonir til þess að sóknarleikurinn verði á öðru leveli en í fyrra. Þetta lið er líka með mjög fína varnarmenn í liðinu eins og Adams og Roberson, þá er Paul George góður þeim megin á vellinum.

 

Veikleikar liðsins eru að sóknarleikur liðsins gæti breyst í Russel Westbrook sjóvið. Það er ekki líklegt til árangurs í NBA deildinni í dag. Ég set líka spurningamerki við breiddina í liðinu sem ég hef ekkert ofboðslega trú á . Billy Donovan hefur líka ekki sýnt að hann geti búið til sóknarleik sem er ekki bara 1 á 1 bolti. Þeirra besti varnarmaður, Andre Roberson er það lélegur sóknarlega að það er ekki alltaf hægt að hafa hann inná, og þá gæti varnarleikurinn klikkað.

 

 

Byrjunarlið í fyrsta leik:

Russell Westbrook
Andre Roberson
Paul George
Carmelo Anthony
Steven Adams

 

 

Fylgstu með: Russell Westbrook. Alltaf partí að fylgjast með Russ sem mun þurfa að læra að spila með nýjum liðsfélögum.

Gamlinginn: Nick Collison (37) er búinn og mun ekki spila mikið.

 

 

Spáin: 55–27 – 4. sæti   

 

 

15. Phoenix Suns

14. Sacramento Kings

13. Dallas Mavericks

12. Los Angeles Lakers

11. New Orleans Pelicans

10. Utah Jazz

9. Los Angeles Clippers

8. Memphis Grizzlies

7. Portland Trailblazers

6. Denver Nuggets

5. Minnesota Timberwolves

4. Oklahoma City Thunder

3.

2.

1.

Fréttir
- Auglýsing -