spot_img
HomeFréttirSan Antonio Spurs - Spurs eru Spurs

San Antonio Spurs – Spurs eru Spurs

Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.

 

San Antonio Spurs

 

Heimavöllur: AT&T Center

Þjálfari: Gregg Popovich

 

Helstu komur: Rudy Gay, Joffrey Lauvergne.

Helstu brottfarir: Dewayne Dedmon, Jonathon Simmons.

 

 

Vatn er blautt, sólin er heit og San Antonio Spurs vinna 50 leiki. Þessi 3 atriði eru óhrekjanlegar staðreyndir. Ekki mikið breytt lið frá því í fyrra og mun sennilega vera svipað. Tony Parker verður ekki með fyrr en seint og Kawhi Leonard byrjar ekki tímabilið. Þrátt fyrir þetta þá mun liðið ekki vera í neinum sérstökum vandræðum.

 

Styrkleikar liðsins eru besti körfuboltaþjálfari allra tíma, Gregg Popovich. Popvich virðist geta fengið fáránlegustu hluti út úr leikmönnum sem fyrirfram voru álitnir ómögulegir eða óáhugaverðir. Spurs eru alltaf gott varnarlið og yfirleitt mjög gott sóknarlið. Þá hjálpar að vera með leikmann sem er frábær á báðum endum vallarins í Kawhi Leonard. LaMarcus Aldridge mun svo eiga fínt tímabil eftir erfiðan vetur í fyrra.

 

Veikleikarnir eru fáir sem engir, ef eitthvað er þá eru lykilmenn liðsins farnir að láta á sjá vegna aldurs og breiddin er sennilega ekki jafn mikil og í fyrra.

 

 

Byrjunarlið í fyrsta leik:

Dejounte Murray
Danny Green
Kyle Andersson
LaMarcus Aldridge
Pau Gasol

 

 

Fylgstu með: LaMarcus Aldridge. Þessi frábæri framherji átti erfitt uppdráttar í fyrra en mun sennilega fá mikið að gera í fjarveru Kawhi Leonard.

Gamlinginn: Manu Ginobili (40) er einn allra skemmtilegasti leikmaður síðustu 2gja áratuga. Njótum á meðan er.

 

 

Spáin: 58–24 – 3. sæti   

 

 

 

15. Phoenix Suns

14. Sacramento Kings

13. Dallas Mavericks

12. Los Angeles Lakers

11. New Orleans Pelicans

10. Utah Jazz

9. Los Angeles Clippers

8. Memphis Grizzlies

7. Portland Trailblazers

6. Denver Nuggets

5. Minnesota Timberwolves

4. Oklahoma City Thunder

3. San Antonio Spurs

2.

1.

Fréttir
- Auglýsing -