Hallveig "Haddý" Jónsdóttir leikmaður Vals eftir sigur gegn Stjörnunni
Hvað fannst þér vinna leikinn í kvöld?
Mér fannst við bara aðeins sterkari í hausnum, þetta var brjálað jafn leikur eins og hefur einkennt okkar leiki og margra annara í deildinni. Við vorum bara sterkari í hausnum og kláruðum þetta.
Þú hefur verið að skora 16 stig að meðaltali í leik fyrir þennan. Þú hittir úr 5 af 8 í þristum og skorar 28 stig í kvöld. Var þetta bara draumaleikur fyrir þig, hvað gerðist?
Já, mér finnst ekki leiðinlegt að skora, það gerir leikinn ekki leiðinlegri. Þetta er samt alltaf liðsheildin, við erum að spila vel, erum með brokkandi sjálfstraust, bara geggjaðar og trúum að við getum unnið alla leiki. Þá bara gerum við það.
Þá er tveggja vikna frí en þú ferð náttúrulega í landsliðsverkefni. Hvernig ertu stemmd fyrir það?
Ég hlakka bara til, við byrjum á mánudaginn og maður vonar bara að maður fái að vera í hópnum til að spila þessa leiki. Ég hef bara fulla trú á þessu og þetta verður gaman.