spot_img
HomeFréttirHelgi Magg: Ég var farinn að krampa helvíti mikið þarna undir lokin

Helgi Magg: Ég var farinn að krampa helvíti mikið þarna undir lokin

Helgi Magnússon leikmaður KR-b eftir tap gegn Breiðablik

 

Jæja Helgi, takk kærlega fyrir æsispennandi og góðan leik. Hvernig vildi það til að þú og Marcus voruð hérna báðir á landinu?

Það var hringt í mig þegar ljóst var að leikurinn væri þennan dag og lagt upp með það að KR myndu aðstoða með flugfar og það er Airwaves, þessi leikur og brúðkaup hjá Ólafi Ægissyni, okkar besta skotbakverði. Það hélst svona helvíti vel í hendur að koma og þess vegna gekk þetta. Marcus var svo svona mikill Íslandsvinur og langaði alltaf að koma aftur og þetta bara small.

Hvernig fannst þér að spila með Marcus?

Bara geðveikt. Burtséð frá því hversu ógeðslega góður hann sé þá er þetta toppmaður. Ég er að hitta hann í fyrsta skipti núna og manni líður eins og maður hafi þekkt hann í 10 ár. Ótrúlega viðkunnalegur og ekkert síðri í körfubolta eins og sást í þessum leik. Hann var alveg geggjaður, ímyndaðu þér hvernig hann væri í formi!

Hefðuð þið getað unnið þennan leik?

Já, við áttum að vinna þetta. Djöfull! Það voru nokkur play og ég var farinn að krampa helvíti mikið þarna undir lokin og reyna einhvern veginn að spila í gegnum það. En það duttu bara ekki nokkur skot og það er kannski bara ágætt miðað við hvernig ástandið er á manni núna eftir leik.

 

Fréttir
- Auglýsing -