spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi Snær framlagshæstur er Zaragoza lagði Gran Canaria

Tryggvi Snær framlagshæstur er Zaragoza lagði Gran Canaria

Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza lögðu Gran Canaria í dag í ACB deildinni á Spáni, 76-73.

Tryggvi Snær var framlagshæsti leikmaður Zaragoza í leiknum, en á 23 mínútum spiluðum skilaði hann 14 stigum, 6 fráköstum og 3 vörðum skotum.

Með sigrinum lyftir Zaragoza sér enn lengra frá botni deildarinnar, en þeir eru nú í 12. sætinu með 10 sigra og 16 töp það sem af er tímabili.

Nú þegar átta umferðir eru eftir af deildarkeppninni eru þeir nær því að vera inni í myndinni fyrir sæti í úrslitakeppninni heldur en í fallsæti, þar sem að Valencia eru í 8. og síðasta sæti úrslitakeppninnar með 13 sigra og Real Betis í efra fallsætinu með 5 sigra.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -