Njarðvík lagði Grindavík í kvöld í HS Orku Höllinni í öðrum leik liðanna í 8 liða úrslitum Subway deildar karla, 86-94. Njarðvík hefur því unnið tvo leiki gegn engum sigri Grindavíkur og geta þeir með sigri næsta þriðjudag tryggt sig áfram í undanúrslitin.
Það voru gestirnir úr Njarðvík sem byrjuðu leik kvöldsins betur og leiddu með 6 stigum að loknum fyrsta fjórðung, 19-25. Grindvíkingar gera vel að missa þá ekki lengra frá sér undir lok fyrri hálfleiksins, en þegar liðin halda til búningsherbergja er munurinn 5 stig, 43-48.
Leikurinn var svo í miklu jafnvægi í upphafi seinni álfleiksins. Liðin skiptust á snöggum áhlaupum, en fyrir lokaleikhlutann munaði aðeins 3 stigum á liðunum, 66-69. Í þeim fjórða skiptast liðin í nokkur skipti á forystunni og er leikurinn jafn og spennandi allt fram á lokamínúturnar. Undir lokin eru það nokkrar stórar körfur frá Hauki Helga Pálssyni sem ríða baggamuninn fyrir Njarðvík. Niðurstaðan að lokum sigur Njarðvíkur, 86-94.
Atkvæðamestur í liði Njarðvíkur í kvöld var Dedrick Deon Basile með 30 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar.
Fyrir Grindavík var það Ólafur Ólafsson sem dró vagninn með 18 stigum, 7 fráköstum og 5 stolnum boltum.
Þriðji leikur einvígis liðanna fer fram þomandi þriðjudag 11. apríl í Ljónagryfjunni.
Myndasafn (væntanlegt)