Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari ÍR eftir sigur í framlengdum leik gegn Ármanni
"Vorum að hitta alveg sérstaklega illa í þessum leik, var alveg eins og það væri lok á hringnum." sagði Ólafur Jónas eftir nauman sigur gegn Ármanni í framlengdum leik. "Frábær karakter hjá stelpunum" var hvernig hann lýsti því hvað vann þó leikinn að lokum.
ÍR-ingar tóku leikhlé þegar skammt var eftir af leiknum og tóku stutt áhlaup sem skilaði sigri eftir það. "Í leikhléinu sagði ég þeim að hætta að skjóta þessum skotum, reynum að koma honum inn í og sækja villurnar eða fá 'lay-up'-inn". Lokaskot Birnu Eiríksdóttur sem vann leikinn kom þegar tæp sekúnda var eftir af leiknum. Aðspurður um hvað hann hafi hugsað þegar boltinn var í loftinu þá svaraði hann: "Úff, ég veit það ekki. Birna er bara þannig að hún hefur alltaf trú á því að hún hitti. Hún er skotmaður og neglir honum í öll skipti sem hún fær boltann og loksins setti hún hann niður."
Varðandi næsta leik við Fjölni segir hann ljóst að ekki sé í boði að eiga svona slakann skotleik gegn svoleiðis liði. Að lokum hrósaði hann Ármanni fyrir hörkuleik sem honum fannst frábær og virkilega skemmtilegur.
Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.