spot_img
HomeFréttirSævaldur: Lögðum okkur virkilega vel fram í vörninni og uppskárum eftir því.

Sævaldur: Lögðum okkur virkilega vel fram í vörninni og uppskárum eftir því.

Sævaldur Bjarnason eftir sigur gegn ÍR í Hertz-hellinum í gærkvöldi.

 

"Við lögðum okkur virkilega vel fram í vörninni og uppskárum eftir því." Sævaldi fannst liðið sitt hafa verið með góða frammistaða, hafa lagt sig fram í vörninni og frákastað vel ásamt því að setja góða pressu á ÍR í vörninni í öðrum leikhlutanum. Fjölnir hafi ekki byrjað að pressa fyrr því hann hafi búist við einhverju útspili frá heimastúlkunum og vildi hafa pressuna upp í erminni.

Seinasta viðureign liðanna var miklu jafnari og lauk með aðeins 12 stiga sigri Fjölnis og Sævaldur segir liðið hafa verið stutt á veg komnar þegar fyrsti leikurinn var, enda fyrsti leikur tímabilsins. Fleiri lið og fleiri leikir breyttu að hans sögn undirbúningi liðsins: "Nú er uppsetningin (á tímabilinu) allt öðruvísi þannig að þú hefur meira tækifæri til þess að spila liðið í form." Sjö leikir á sjö fyrstu vikum tímabilsins gerðu að verkum að Fjölnir einbeitt sér meira að taktík sem skilaði sér í hægara tempói í fyrstu. "Við erum á betri stað í dag heldur en þegar við byrjuðum."

Þær Fjölnisstúlkur fara með allt úr þessum leik yfir í næsta gegn Grindavík í Dalhúsum, segir Sævaldur. Fjölnir tapaði með naumindum gegn Grindavík seinast úti og þær í Fjölni stefna á að sýna fram á að það séu ekki aðeins tvö lið að berjast á toppnum, heldur þrjú.

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -