spot_img
HomeFréttirLokaspretturinn dugði Keflavík

Lokaspretturinn dugði Keflavík

 

Íslands og bikarmeistarar Keflavíkur náðu að koma fram hefndum gegn Breiðablik í kvöld þegar liðið sigraði í hörku leik í Keflavíkinni.  Blikar höfðu sigrað fyrstu viðureign liðanna í vetur og byrjuðu kvöldið töluvert betur en heimaliðið.  Eftir fyrsta fjórðung höfðu Keflavík aðeins náð að koma niður 8 stigum.  Gestirnir voru hinsvegar ekki að spila öllu betur og settu aðeins niður 13 stig. Eins og tölurnar gefa tilkynna var hittni liðanna léleg og varnarleikurinn í samræmi við það. 

 

Það var í öðrum leikhluta sem að Keflavík hrökk í gang og gengu á lagið.  Keflavík leiddi með 6 stigum í hálfleik gegn eftir að hafa verið undir með 5 stigum eftir fyrstu 10 mínútur leiksins.  Brittney Dinkins fór mikin í liði Keflavíkur framan af og var strax í hálfleik komin með myndarlega tvennu í stigum og fráköstum. Keflavík leiddu svo allan seinni hálfleik en Blikastúlkur voru þó alltaf að narta í hælana á gestgjöfum sínum.  Á síðustu 5 mínútum leiksins var lítið skorað og spennan magnþrungin. Blikar ætið við það að komast yfir en náðu ekki að yfirstíga þá hindrun.  Að lokum var það svo Brittney Dinkins sem kláraði kvöldið á vítalínunni en hún skoraði 7 stig á síðustu mínútunni á línunni og sigurinn í höfn. 

 

Sem fyrr segir var Brittney Dinkins í ham og var hún aðeins einni stoðsendingu frá þrennu þetta kvöldið með 26 stig, 17 fráköst og 9 stoðsendingar. Næst henni hjá Keflavík var Emelía Ósk Gunnarsdóttir með 16 stig.  Hjá Breiðablik var Ivory Crawford með 28 stig og 19 fráköst.  Thelma Lind Ásgeirsdóttir var svo með 16 stig á sínum gamla heimavelli. 

 

Tölfræði leiksins. 

Fréttir
- Auglýsing -