Haukar lögðu Þór í kvöld í Ólafssal í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Subway deild karla, 90-83.
Haukar eru því komnir með yfirhöndina í einvíginu 1-0, en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sig áfram í undanúrslitin.
Líkt og tölurnar gefa til kynna var sigurinn nokkuð öruggur hjá Haukum undir lokin, en fyrir utan stutta stund í öðrum fjórðungi leiddi Haukar allan leikinn. Þór náði þó í upphafi lokaleikhlutans að skera mun heimamanna mest niður í tvö sig. Náðu þó ekki að fylgja því eftir og að lokum unnu Haukar þennan fyrsta leik með 7 stigum, 90-83.
Bestur í liði Hauka í kvöld var Hilmar Smári Henningsson með 32 stig, 4 stoðsendingar og Daniel Mortensen bætti við 15 stigum, 11 fráköstum og 6 stoðsendingum.
Fyrir Þór var það Jordan Semple sem dró vagninn með 23 stigum og 11 fráköstum. Honum næstur var Styrmir Snær Þrastarson með 17 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar.
Næsti leikur einvígis liðanna fer fram komandi laugardag 8. apríl í Þorlákshöfn.
Myndasafn (væntanlegt)