Eins og við höfum sagt frá þá var Stephen Curry á leik Davidson og VMI í gærkvöldi þar sem Jón Axel Guðmundsson fór á kostum í leiknum. Eftir leik kíkti svo goðið inní klefa hjá sínu gamla liði og spjallaði við leikmenn og gaf sér góðan tíma í það. "Alger fagmaður" eins og Jón Axel orðaðið það. Það má hinsvegar segja að kvöldið hjá Curry hafi verið vel íslenskt og í raun átti hann bara eftir að fá sér þorsk og hamsatólg.
Kannski ekki allir sem tóku eftir því en á myndinni með Jóni sést Curry í ákveðinni spelku vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir í leik gegn New Orleans Pelicans nú í vikunni. Spelkan sú er að sjálfsögðu frá Íslandi en framleiðandinn er að auðvitað Össur.
Þeir sem hafa áhuga á að næla sér í eins slíka geta kynnt sér málið hér.
Að auki var það svo Bragi Guðmundsson sem hlóð í rándýra "selfie" með Curry, en Bragi er gróðir Jóns Axels og var á leiknum að fylgjast með sínum manni.