Njarðvíkingar sluppu með sigur í gærkvöldi gegn Hetti sem enn leita að sínum fyrsta sigri í Dominosdeild karla í vetur. Njarðvíkingar leiddu með 8 stigum í hálfleik en fátt var um fína drætti hjá liðunum framan af og Njarðvíkingar í raun gerðu ekkert meira en þeir þurftu. Það kom svo í bakið á þeim þegar Hattarmenn héldu áfram elju og baráttu sinni og með örlítið meiri heppni þá hefðu þeir nokkuð auðveldlega getað náð sigrinum. En Njarðvíkingar frá prik fyrir að klára vel og landa 86:77 sigrinum.
Lið Hattar sem fyrr segir byggja leik sinn á mikilli baráttu og liðs stemmningu sem skein frá þeim í gærkvöldi. Eftir því sem á leið jókst einnig á sjálfstraust þeirra. Á meðan sýndu Njarðvíkingar í raun sama leik og þeir hafa sýnt síðustu tvo leiki í Ljónagryfjunni. Linir og slappir í sínum aðgerðum og að vissu leyti komnir í jólafríið. Logi Gunnarsson sagði það best í viðtali eftir leik þegar hann sagði að lið sitt þyrfti sýndi Hetti ekki þá virðingu sem þeir ættu skilið. Nokkuð vel að orði komist hjá fyrirliða Njarðvíkinga.
Viðar Örn Hafsteinsson er maður sem gerir kröfur og þrátt fyrir að standa vel að vígi í þessum leik og fína baráttu hjá sínum mönnum var hann ósáttur að ná ekki sigri. En um leið og hann hrósaði sínum mönnum fyrir frábæra frammistöðu sagði hann dómaratríóið hafa verið langt undir pari og benti þar á að lið sitt hafi fengið á sig 36 villur en aðeins dæmdar 15 villur á Njarðvíkinga. Dómurum til varnar þá kannski var það ekki nema von þar sem að Höttur barðist fyrir sínu og létu finna fyrir sér á meðan varnarleikur Njarðvíkinga var mjúkur og forðaðist snertingar. Hattarmenn keyrðu oft að körfunni algerlega óáreittir en sem fyrr segir voru óheppnir og vissuleyti óöruggir enda tæplega fjögurra metra faðmur Ragnars Nathanaelsson sem tók á móti þeim.
Tölfræðin: Sem fyrr segir þá var 36:15 dæmt í villum í þessum leik möguleg útskýring hér að ofan en svo má alltaf ræða um það hvort "litlu liðin" fái sömu virðingu frá dómurum og hinn "stærri" Annar tölfræði punktur er ansi athyglisverður og í raun algerlega óskiljanlegt að sigra leik með aðeins 58% vítanýtingu. Það jú ætti að vera hægt þegar þú tekur kannski bara 6-8 víti í leiknum með slíka vítanýtingu. En að taka 48 víti og setja aðeins 28 þeirra niður er fyrir neðan allar hellur! Skamm Njarðvíkingar.
Þrennuvaktin: Terrell Vinson erlendur leikmaður Njarðvíkinga skilaði þrennu í gærkvöldi þegar hann skoraði 17 stig, tók 22 fráköst og sendi 10 stoðsendingar.