spot_img
HomeFréttirNýliðarnir vígðir í landsliðið á Snappinu

Nýliðarnir vígðir í landsliðið á Snappinu

Íslenska kvennalandsliðið er þessa dagana á æfingamóti í Lúxemborg þar sem liðið leikur við heimamenn og U20 landslið Hollands. 

 

Í hópnum að þessu sinni eru þrír nýliðar sem léku sinn fyrsta landsleik í tapi gegn Lúxemborg fyrr í dag.

 

Nýliðarnir eru þær Ísabella Ósk Sigurðardóttir, Sóllilja Bjarnadóttir og Dýrfinna Arnardóttir. Þær hafa fengið ákveðin verkefni frá liðsfélögum sínum sem hluti af ákveðinni vígslu í landsliðið. 

 

Allt er þetta til gamans gert en nýliðarnir eru með Snapchat reikning Karfan.is í dag og má fylgjast með þessu þar. Endilega bætið okkur við á Snapchat: Karfan.is 

Fréttir
- Auglýsing -