spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaEysteinn snýr heim í Hött

Eysteinn snýr heim í Hött

Eysteinn Bjarni Ævarsson hefur ákveðið að leika með Hetti í 1. deild karla eftir áramót en þetta var tilkynnti félagið fyrr í morgun.

Það er því heldur betur jólagjöf sem Egilsstaðarbúar fá á aðfangadag en Eysteinn er uppalinn hjá Hetti en hefur leikið með Stjörnunni síðustu þrjú tímabil.

Eysteinn kemur frá Stjörnunni en hann sagði upp samningi sínum við félagið í vikunni af persónulegum ástæðum. Hann var í stóru hlutverki hjá Hetti þegar liðið fór í efstu deild 2016 þar sem hann var með 10 stig og 6 fráköst að meðaltali í leik.

Höttur staðfesti einnig að David Guardia Ramos væri með slitið krossband og væri meiddur út tímabilið. Fyrsti leikur Hattar á nýju ári er gegn Vestra á Ísafirði.

Fréttir
- Auglýsing -