spot_img
HomeFréttirMartin einn af tíu efstu í kjöri um íþróttamann ársins

Martin einn af tíu efstu í kjöri um íþróttamann ársins

Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlin og íslenska landsliðsins, er einn þeirra þeirra tíu íþróttamanna sem fengu flest atkvæði í kosningu um íþróttamann ársins fyrir árið 2018. Er þetta í annað skiptið sem Martin er á listanum, en hann hafði einnig verið þar árið 2016.

Martin var á dögunum valinn körfuknattleiksmaður ársins á Íslandi af Körfuknattleikssambandinu, en á árinu lék hann einkar vel. Bæði með félagsliðum sínum, Chalon Reims í Frakklandi og Alba Berlin í Þýskalandi, sem og var hann lykilmaður í íslenska landsliðinu.

Hvort að Martin verður valinn íþróttamaður ársins kemur í ljós þann 29. næstkomandi.

Fréttir
- Auglýsing -