Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.
Í TD Garden í Boston töpuðu heimamenn í Celtics fyrir liði Milwaukee Bucks, 120-107. Leikurinn sá þriðji í röð sem að Celtics tapa, en þeir höfðu fyrr í vikunni einnig þurft að sætta sig við töp fyrir Detroit Pistons og botnliði Phoenix Suns. Atkvæðamestur fyrir Bucks í leiknum var grikkinn Giannis Antetokounmpo með 30 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Fyrir Celtics var það Jaylen Brown sem dróg vagninn með 21 stigi, 7 fráköstum og 4 stolnum boltum.
https://www.youtube.com/watch?v=DlBYz2uDD3A
Í Staples Center í Los Angeles báru heimamenn í Lakers sigurorð af New Orleans Pelicans. LeBron James atkvæðamestur Lakers-manna með myndarlega þrennu, 22 stig, 12 fráköst og 14 stoðsendingar. Anthony Davis fyrir Pelicans með 30 stig, 20 fráköst og 5 stoðsendingar.
https://www.youtube.com/watch?v=P7ktdXLwoEU
Úrslit næturinnar:
Detroit Pistons 86 – 98 Charlotte Hornets
Cleveland Cavaliers 110 – 126 Toronto Raptors
Indiana Pacers 114 – 106 Brooklyn Nets
Atlanta Hawks 114 – 107 New York Knicks
Milwaukee Bucks 120 – 107 Boston Celtics
Orlando Magic 80 – 90 Chicago Bulls
Minnesota Timberwolves 98 – 124 San Antonio Spurs
Utah Jazz 120 – 90 Portland Trail Blazers
Memphis Grizzlies 99 – 102 Sacramento Kings
New Orleans Pelicans 104 – 112 Los Angeles Lakers