Lykilleikmaður 11. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Njarðvíkur, Elvar Már Friðriksson. Á 33 mínútum spiluðum í góðum sigri liðsins á Skallagrím skoraði Elvar 27 stig, tók 5 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 5 boltum.
Aðrir tilnefndir voru leikmaður Tindastóls, Danero Thomas, leikmaður KR, Julian Boyd og leikmaður Þórs, Nikolas Tomsick.
Lykilleikmaður 11. umferðar Dominos deildar karla? #korfubolti
— Karfan (@Karfan_is) December 20, 2018