spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaLeikir dagsins: Síðustu leikir ársins

Leikir dagsins: Síðustu leikir ársins

Síðustu deildarleikir ársins fara fram í kvöld þegar þrír leikir fara fram í 1. deild karla. Þá mun koma í ljós hvaða lið verða við toppinn um jólin.

Í Hveragerði koma Hólmarar í heimsókn þar sem Snæfell freistar þess að ná í sinn fyrsta sigur. Selfoss fær Fjölni í heimsókn en heimamenn hafa verið að finna fjölina uppá síðkastið.

Þá fer fram leikurinn þar sem liðin eiga lengsta mögulega ferðalagið í 1. deild. Vestri heimsækir Höfn í Hornafirði og mætir Sindra. Nærri 900 km skilja félögin af og því fróðlegt að sjá þessa viðureign.

1. deild karla:

Hamar Snæfell – kl. 19:15

Selfoss Fjölnir – kl. 19:15

Sindri Vestri – kl. 20:00

Fréttir
- Auglýsing -