spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSkildu það vera Stólajól? - Tindastóll með góðan sigur í Keflavík

Skildu það vera Stólajól? – Tindastóll með góðan sigur í Keflavík

Keflavík tók í kvöld á móti toppliði Tindastóls í 11. umferð dominos úrvalsdeildar karla. Fyrir leikinn voru Tindastólsmenn í 1. sæti og Keflavík í því þriðja. Keflvíkingar spila án Javier Seco sem hefur verið látinn fara.

Leikurinn byrjaði með látum. Það var klárt frá fyrstu mínútu að það yrðu læti í kvöld. Liðin voru jöfn fyrstu mínúturnar, mikið skorað en það voru gestirnir sem tóku forystuna eftir því sem leið á leikhlutann og bættu vel í á lokamínútum leikhlutans. Þristaregnið byrjaði með látum, Keflavík með 3/8 og Tindastóll með 6/10. Staðan eftir fyrsta leikhluta 21 – 32.

Heimamönnum gekk ekkert að finna körfuna í öðrum leikhluta og eftir tæpar 4 mínútur voru þeir aðeins búnir að setja 2 stig á móti 9 stigum Stólanna. Tindastóll að spila hreint stórkostlega fyrstu mínútur annars leikhluta og komust mest 20 stigum yfir. Keflvíkingar gerðu vel á lokamínútum leikhlutans voru grimmir og nýtu sér mistök Stólanna og skorðuðu 8 ósvöruð stig. Staðan í hálfleik 43 – 51.

Keflvíkingar byrjuðu betur í þriðja leikhluta, Michael Craion fór hamförum og heimamenn komu muninum niður í 3 stig. Þá hrukku Stólarnir í gang og komust 11 stigum yfir aftur. Staðan eftir þriðja leikhluta 64 – 73.

Fjórði leikhluti fór rólega af stað þegar kemur að stigum. Stólarnir gerðu vel, héldu Keflvíkingum frá sér og bættu aðeins í. Tindastóll var með öll tök á leiknum og Keflavíkingar sáu aldrei til sólar. Lokatölur 78 – 92.

Byrjunarlið:

Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson, Magnús Traustason, Guðmundur Jónsson, Gunnar Ólafsson og Michael Craion.

Tindastóll: Philip Alawoya, Pétur Rúnar Birgisson, Dino Butorac, Brynjar Þór Björnsson og Danero Thomas.

Þáttaskil:

Stólarnir áttu frábæran seinni hluta fyrsta leikhluta og með það sem grunn, hleyptu þeir Keflvíkingum aldrei fram úr sér. Áhlaupum heimamanna var alltaf svarað og um leið.

Tölfræðin lýgur ekki:

Tindastóll vann frákastabaráttuna og hitti betur fyrir utan þriggja stiga línuna.

Hetjan:

Michael Craion átti stórgóðan leik og var með 37 stig, 9 fráköst og 41 framlagspunkta. Brynjar og Pétur og Dino voru allir góðir. En Danero Thomas var bestur Stólanna með 22 stig, 8 fráköst og 25 framlagspunkta.

Kjarninn:

Tindastóll spilaði frábæran liðsbolta og uppskáru frábæran og verðskuldaðan sigur. Stólarnir fara nú í jólafrí í fyrsta sæti með 20 stig eins og Njarðvík.

Tölfræði

Myndasafn

Viðtöl koma vonbráðar:

Fréttir
- Auglýsing -