spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaArnar: Jones er góður drengur en ákváðum að ráðast í breytingar

Arnar: Jones er góður drengur en ákváðum að ráðast í breytingar

Arnar Guðjóns var sáttur með stigin en ekkert sérstaklega upprifinn af spilamennskunni:

Þetta eru góð 2 stig en hvernig fannst þér spilamennskan hjá þínum mönnum?

Þetta var erfitt. Þetta er búið að vera erfið vika og það sem þetta snerist um í kvöld var að ná í sigurinn. Það hafðist og það er gleðiefni – en við þurfum að bæta okkar leik, það þurfa öll lið að gera.

Þú hefur talað um að þú hefur ekki verið ánægður með varnarleikinn sérstaklega, jafnvel þrátt fyrir að sigra leikina – það er kannski svipað að segja núna?

Já!

Akkúrat! Hvað fannst þér klára þetta fyrir ykkur í kvöld? Kannski pressan sem þið settuð upp í byrjun seinni hálfleiks?

Við gerðum smá breytingar varnarlega, þeir skoruðu 30 stig í öðrum leikhluta! Þeir skora að vísu 20 stig í þriðja og fjórða sem er of mikið líka en við náðum aðeins að breyta tempóinu á leiknum og vorum aðeins fastari. Við spiluðum fyrri hálfleikinn með fjórum villum sem er auðvitað alveg galið.

Já, bara einfaldlega ekki nógu grimmir?

Neibb!

Einmitt. En hvað er að frétta af Paul Jones, hann var ekki með í kvöld?

Hann verður ekki meira með okkur í vetur, því miður. Ég vil bara nota tækifærið og þakka honum fyrir vel unnin störf, frábært að hafa hann. En við ákváðum að ráðast í breytingar og því miður var það hann sem að lenti í því.

Viljið þið fá öðruvísi leikmann eða eitthvað slíkt?

Það bara kemur í ljós.

Fréttir
- Auglýsing -