Í hverri viku munu sérfræðingar Körfunnar spá fyrir um hverja umferð í Dominos deildunum. Sérfræðingarnir verða fyrrum körfuboltamenn, þjálfarar, áhugamenn eða einhver allt annar.
Þrettánda umferð Dominos deildar kvenna fer af stað í kvöld með fjórum leikjum. Umferðin er sú síðasta fyrir jólafrí og verður spennandi að sjá hvaða lið fara sigurreif inní jólin.
Spámaður vikunnar er Heiðrún Kristmundsdóttir fyrrum þjálfari meistaraflokks KR og leikmaður.
________________________________________________________________________
Stjarnan – Valur
Stjarnan eru orðnar sterkar varnarlega eftir að Auður kom inn, en það er ekki nóg til að mæta ógnarsterku Vals liði eftir að Helena kom til landsins. Andlaust lið Vals framan af móti er allt í einu komið með attitude.
Valur með 10
Snæfell – Haukar
Held að þetta gæti orðið leikur kattarins að músinni eftir fréttir af meiðslum Þóru hjá Haukum. Mikið vona ég samt að hún spili með. Lítið spennandi leikur, á erfiðasta útivelli í deildinni.
Snæfell með 10+.
Keflavík-Breiðablik
Brittany þurfti að skora 50 stig til að Keflavík ynni síðasta leik í Kópavogi. Hrunamannablóð rennur í Smárnum í ár, svo það kitlar að spá Breiðablik upset sigri hérna. Hinsvegar taka Keflavíkur dömur þetta í 4. leikhluta.
Keflavík með 2
Skallagrímur-KR
Án efa mest spennandi leikur umferðarinnar. Skallagrímur farnar að finna fjölina sína og eru hættulegar. Hinsvegar hafa KR-ingar farið vel af stað og káti kallinn hann Benedikt veit alveg hvað hann er að gera.
KR með 5
Spámenn tímabilsins:
3. umferð – Elín Sóley Hrafnkelsdóttir (1 réttur)
5. umferð – Signý Hermannsdóttir (4. réttir)
7. umferð – Helga Einarsdóttir (3 réttir)
10. umferð – Margrét Ósk Einarsdóttir (2 réttir)