spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaDavíð átti engan séns í Golíat: Skallagrímur áfram í bikarnum

Davíð átti engan séns í Golíat: Skallagrímur áfram í bikarnum

Njarðvíkurstúlkur tóku á móti Skallagrímsstúlkum í bikarnum í dag. Fyrir leikinn var það ljóst að þetta yrði erfiður róður fyrir ungar heimastúlkur á móti reynslumiklu liði gestanna. KKÍ er ekki með aldur erlendra leikmanna Skallagríms skráðan en elsti leikmaður byrjunarliðs og reyndar alls liðs Njarðvíkur er 21 ára á meðan sá yngsti er 15 ára. Blaðamaður ætlar að skjóta á að munur á meðalaldri milli byrjunarliða sé svona 10 ár, þar sem gestirnir eru eldri.

Það voru gestirnir sem byrjuðu leikinn mun betur. Heimastúlkur voru óöruggar í sóknaleiknum og gestirnir skoruðu fyrstu 11 stig leiksins. Þá tók Kamilla Sól Viktorsdóttir málin í sínar hendur og setti niður tvo þrista í röð og kom Njarðvíkingum af stað í leiknum. Njarðvíkurstúlkur komu sér hægt og rólega inn í leikinn eftir skelfilega byrjun, staðan eftur fyrsta leikhluta 17 – 20.

Gestirnir byrjuðu annan leikhluta í álíka formi og þann fyrsta. Voru mun meira sannfærandi en heimastúlkur. Gestirnir skoruðu 17 stig á móti 4 stigum heimastúlkna fyrstu tæpu 6 mínútur leikhlutans. Aftur voru það þristar sem komu Njarðvíkingum inn í leikinn aftur en Svala Sigurðardóttir setti niður tvo í röð. Það dugði þó skammt, því Skallagrímsstúlkur voru hreint frábærar, staðan í hálfleik 31 – 49.

Njarðvík byrjaði betur í þriðja leikhluta en það dugði skammt því Skallagrímsstúlkur fóru fljótlega af stað aftur og komu sér 23 stigum yfir um miðbik leikhlutans. Gestirnir héldu áfram að bæta í og staðan eftir þriðja leikhluta 42 – 71.

Leikurinn svo gott sem búinn fyrir fjórða leikhluta. Fjórði leikhluti því aðeins spurning um heiður fyrir heimaliðið og tími fyrir gestina til að leyfa yngri leikmönnum að spila. Það var gaman að sjá hvað yngri leikmenn hjá gestunum hafa upp á að bjóða. Fjórði leikhluti endaði jafn 20 – 20. Lokatölur 62 – 91.

Byrjunarlið:

Njarðvík: Júlía Scheving Steindórsdóttir, Vilborg Jónsdóttir, Jóhanna Lilja Pálsdóttir, Eva María Lúðvíksdóttir, og Kamilla Sól Viktorsdóttir.

Skallagrímur: Bryesha Blair, Maja Michalska, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Shequila Joseph og Ines Kerin.

Þáttaskil:

Annar leikhluti reyndist heimastúlkum erfiður. Gestirnir sýndu hvað í þeim býr og fóru með mjög þægilega forystu í hálfleik.

Tölfræðin lýgur ekki:

Skallagrímur var vel yfir í öllum mikilvægu tölfræðiþáttum nema vítanýtingu.

Hetjan:

Njarðvíkurliðið sýndi á köflum góða baráttu og sem lið spiluðu þær á köflum mjög vel og tókst alveg að stríða Skallagrímsstúlkum, en það var skammvinn ánægja því Skallagrímur var heilt yfir miklu betra. Það er erfitt að benda á einhverja eina hetju í liði Skallagríms, byrjunarliðið átti allt fínan leik. Arna Hrönn, Ámína Lena og Þórunn Birta áttu allar mjög fína innkomu af bekknum.

Kjarninn:

Aldur og reynsla unnu í dag. Njarðvíkurstúlkur eiga margt eftir ólært og hafa nægan tíma til að læra það. Þessi leikur er því fínn í reynslubankann. Skallagrímur sýndi að það er mikill munur á milli úrvalsdeildar og 1. deildar og unnu leikinn sanngjarnt og örugglega.

Myndasafn

Tölfræði

Viðtöl

Fréttir
- Auglýsing -