Dagur Kár Jónsson og félagar í Flyers Wels unnu loks sigur en liðið vann fyrr í kvöld Fürstenfeld Panthers.
Leikurinn var í 16 liða úrslitum austurrísku bikarkeppninnar en Furstenfeld situr í neðsta sæti austurrísku úrvalsdeildarinnar, sæti fyrir neðan Wels. Lokastaðan var 106-94 fyrir Wels sem hafa ekki unnið leik síðan 20. október og tapað sex leikjum síðan.
Dagur Kár var gríðarlega öflugur í sigri Wels og endaði með 20 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar á nærri 29 mínútum. Hann var næst stigahæstur og setti þrjár þriggja stiga körfur í fimm tilraunum.
Wels mætir BC Hallmann Vienna um næstu helgi en Vienna er í sjöunda sæti með einum sigurleik meira en Dagur Kár og félgar.