Tíunda umferð Dominos deildar karla fór af stað í kvöld með fjórum leikjum. Í Grindavík var Stjarnan í heimsókn þar sem bæði lið þurftu á sigri að halda til að ná stemmningunni upp í sínu liði.
Stjarnan var yfir í hálfleik og voru líklegri framan af. Frábær þriðji leikhluti Grindavíkur kom liðinu hinsvegar í góða stöðu í byrjun fjórða leikhluta og leit allt úr fyrir að heimamenn næðu í sigur.
Frábær endasprettu Stjörnunnar gerði hinsvegar útslagið þar sem liðið sigldi framúr í fjórða og landaði sigri að lokum 92-99. Stjarnan er komin í fjórða sæti með 12 stig, jafn mikið og KR. Grindavík er enn í 6. sæti deildarinnar fjórum stigum frá KR og Stjörnunni.
Finnski landsliðsmaðurinn Antti Kanervo var heldur betur á í kvöld en hann var með 40 stig í leiknum. Þá var Ægir Þór öflugur með 18 stig og 12 fráköst. Hjá Grindvíkingum var Tiegbe Bamba með 24 stig og 10 fráköst, ljóst að Grindavík datt í lukkupottinn þegar þeir sömdu við þann leikmann.
Grindavík-Stjarnan 92-99 (24-23, 20-29, 31-19, 17-28)
Grindavík: Tiegbe Bamba 24/10 fráköst, Lewis Clinch Jr. 18/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 14/8 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 13/5 fráköst/6 stoðsendingar, Jordy Kuiper 12/4 fráköst, Johann Arni Olafsson 7, Hilmir Kristjánsson 2, Kristófer Breki Gylfason 2, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Hlynur Hreinsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0.
Stjarnan: Antti Kanervo 40/4 fráköst, Paul Anthony Jones III 20/9 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 18/12 stoðsendingar, Collin Anthony Pryor 9/6 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 8/9 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2/4 fráköst, Dúi Þór Jónsson 2, Ágúst Angantýsson 0, Eysteinn Bjarni Ævarsson 0, Ingimundur Orri Jóhannsson 0, Magnús B. Guðmundsson 0, Arnþór Freyr Guðmundsson 0.