spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaLeikir dagsins: Reykjavíkurslagur og mikilvægur leikur í Grindavík

Leikir dagsins: Reykjavíkurslagur og mikilvægur leikur í Grindavík

Tíunda umferð Dominos deildar karla rúllar af stað í kvöld með fjórum leikjum. Ljóst er að barist verður á öllum vígvöllum enda mikið í húfi á toppi og botni deildarinnar.

Reykjavíkurslagur fer fram í DHL-höllinni en viðureignir þessara liða síðustu ár hafa verið fjörugar og spennandi, sama hver staðan er á þeim í deildinni. Í Njarðvík fá heimamenn botnlið Blika í heimsókn

Skallagrímur freistar þess að sækja sinn fyrsta sigur í deild síðan 26. október en verkefni dagsins er verðugt. Topplið Tindastóls fær nefnilega Skallagrím í heimsókn í Síkið. Grindavík sem hefur verið að finna fjölina á ný eftir brösuga byrjun fær Stjörnuna í heimsókn sem vann góðan sigur á KR í síðustu umferð.

Fjallað verður um leiki kvöldsins nánar á Körfunni í dag.

Úrslit kvöldsins:

Dominos deild karla

Tindastóll – Skallagrímur kl 19:15

Njarðvík – Breiðablik kl 19:15

KR – ÍR kl 19:15

Grindavík – Stjarnan kl 19:15

  1. deild karla

Snæfell – Fjölnir kl 19:15

Fréttir
- Auglýsing -