spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaSkallagrímur vann orrustuna um Vesturland

Skallagrímur vann orrustuna um Vesturland

Vesturlandsslagurinn fór fram í 12. umferð Dominos deildar karla í kvöld þar sem spennan var gríðarleg.

Það var vel mættí Fjósið þar sem Skallagrímur með nýjan þjálfara í brúnni tók á móti toppliði Snæfells. Skallagrímur var í sjötta sæti fyrir leikinn og þurfti á sigri að halda til að ná upp stemmningu á ný.

Leikurinn var gríðarlega jafn frá upphafi til enda en líkt og í fyrri leik liðnna  í vetur þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit. Bryesha Blair setti stórt skot þegar 40 sekúnudur voru eftir og nær komst Snæfell ekki.

Lokastaðan 90-87 og fyrsti sigur Skallagríms síðan 7. nóvember staðreynd. Þessi lið hafa nú þegar leikið þrjár framlengingar í leikjum sínum á tímabilinu og verður spennandi að sjá hvað þriðja viðureign þessara liða mun bjóða uppá.

Shequila Joseph átti hreint magnaðan leik og endaði með tröllatvennu 35 stig og 25 fráköst auk þess að bæta við 7 stoðsendingum.

Tölfræði leiksins má finna hér að neðan.

Skallagrímur-Snæfell 90-87 (28-27, 16-18, 16-13, 19-21, 11-8)

Skallagrímur: Shequila Joseph 35/25 fráköst/7 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 17/6 fráköst, Bryesha Blair 15/7 stoðsendingar, Ines Kerin 12/9 stoðsendingar, Maja Michalska 6/9 fráköst, Árnína Lena Rúnarsdóttir 5, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Þórunn Birta Þórðardóttir 0, Arna Hrönn Ámundadóttir 0.
Snæfell: Kristen Denise McCarthy 35/8 fráköst/8 stoðsendingar, Angelika Kowalska 17/6 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 14/5 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 10, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/5 fráköst, Katarina Matijevic 4/6 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 2, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Heiða Hlín Björnsdóttir 0, Anna Soffía Lárusdóttir 0, Andrea Bjort Olafsdottir 0, Tinna Alexandersdóttir 0.

Fréttir
- Auglýsing -