spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaLykill: Brynjar Þór Björnsson

Lykill: Brynjar Þór Björnsson

Lykilleikmaður 9. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Tindastóls, Brynjar Þór Björnsson. Frammistaða Brynjars í öruggum 117-82 sigri Stólanna á Breiðablik var söguleg. Á rúmum 27 mínútum spiluðum skoraði hann 48 stig, sem öll komu úr þriggja stiga skotum. Setti hann í heildina niður 16 af því 31 skoti sem hann tók í leiknum. Sló hann þannig tvö met. Bæði flestar þriggja stiga körfur skoraðar í deildarleik af íslending, sem voru 12 (Páll Axel Vilbergsson) og þriggja stiga körfur skoraðar í heildina í deildarleik sem voru 15 (Frank Booker)

Jafnaði hann skotleik Sean Burton frá árinu 2009, sem einnig setti 16 þrista fyrir Snæfell í bikarleik gegn Hamri. Þó nokkuð frá meti Magnús Þórs Gunnarssonar, sem setti 20 þriggja stiga körfur í leik Keflavík B gegn Skallagrím B árið 2014, en það er vel hægt að færa rök fyrir því að það sé ekki sambærilegt, þar sem sá leikur var á milli tveggja B liða.

Aðrir tilnefndir voru leikmaður Vals, Kendall Anthony, leikmaður Stjörnunnar, Hlynur Bæringsson og leikmaður Keflavíkur, Hörður Axel Vilhjálmsson.

Fréttir
- Auglýsing -