spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaDómaranefnd KKÍ kærir Arnar til aganefndar

Dómaranefnd KKÍ kærir Arnar til aganefndar

Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar hneyskslaði marga síðasta sunnudagskvöld þegar hann gekk inná völlinn er hann mótmælti dómurum leiks Stjörnunnar og KR í Dominos deild karla. Atvik sem ekki hefur sést oft áður en Arnar fékk tæknivillu fyrir vikið. Atvikið má finna hér í frétt Vísis. 

Samkvæmt heimildum Körfunnar hefur dómaranefnd KKÍ nú ákveðið að kæra Arnar Guðjónsson til aga- og úrskurðarnefndar sambandsins. Þetta staðfesti skrifstofa KKÍ síðdegis í dag.

Dómaranefndin hefur kæru og ábendingarvald til aganefndar og hefur nú ákveðið að nýta sér það vald eftir háttsemi Arnar í leiknum. Samkvæmt skrifstofu KKÍ hefur Stjarnan verið látin vita af kærunni en málið verður að öllum líkindum tekið fyrir á fundi aga- og úrskurðarnefndar í næstu viku.

Samkvæmt reglugerðum KKÍ gæti Arnar átt yfir höfði sér að mesta lagi tveggja leikja bann telji úrskurðarnefnd að hann hafi sýnt af sér alvarlega grófan leik eða ósæmilega framkomu. Fái þjálfari tvær tæknivillur í leik og sé þar með vikið af velli er það sjálfkrafa eins leiks bann.

Fréttir
- Auglýsing -