spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaUmfjöllun: Kendall Lamont kaffærði Borgnesingum

Umfjöllun: Kendall Lamont kaffærði Borgnesingum

Í kvöld áttust við Skallagrímur og Valur í Dominos deild karla. Liðin voru bæði í neðri hluta deildarinnar fyrir leikinn og var þetta því gríðarlega mikilvægur leikur fyrir liðin.

Fyrsti leikhluti byrjaði með mikið af þriggja stiga skotum en liðin hittu misvel. Stemningin í Fjósinu var mjög góð eins og venjulega. Leikurinn var mjög hraður og skemmtilegur og voru leikmenn í miklum gír. Staðan 21-22 fyrir Val eftir fyrsta leikhluta.

Í öðrum leikhluta voru liðin áfram að spila mjög hratt. Valsarar byrjuðu mun betur en Skallagrímsmenn náðu að vinna sig aftur inní leikinn. Staðan 48-50 fyrir Val í hálfleik.

Í þriðja leikhluta náðu Valur betri tökum á leiknum og stýrðu honum nokkuð vel. Kendall Anthony var á “eldi,, og skoraði eins og brjálæðingur. Skallagrímur náðu aðeins að hanga í Val og staðan eftir þriðja leikhlutann 71-76 fyrir Val.

Í fjórða leikhluta fóru hlutirnir að gerast fyrir Val. Kendall Anthony fór að leika sér að Skallagríms vörninni með hraða sínum og skaut þá í kaf. Þeir fóru að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna og áttu Skallagrímsmenn engin svör við góðri sókn Valsara. Valur enduðu með að sigla þessu nokkuð þægilega í höfn, lokatölur 96-105 fyrir Val.

Besti maður vallarins var að sjálfsögðu Kendall Anthony Lamont sem setti 48 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar. Frábær leikur hjá frábærum leikmanni. Stigahæsti leikmaður Skallagríms var Aundre Jackson með 28 stig.

Valur með sterkan útisigur en Skallagrímur sjálfum sér verstir og komnir í mikla fallbaráttu.

Tölfræði leiksins

Umfjöllun / Guðjón Gíslason

Fréttir
- Auglýsing -