Tíundu umferð Dominos deildar karla lýkur í kvöld með tveimur spennandi leikjum.
Í Grindavík eru það heimamenn sem fá Hauka í heimsókn, bæði lið eru um miðja deild en Grindavík hefur verið að ná vopnum sínum eftir slaka byrjun. Grindavík getur því jafnað Hauka að stigum með sigri í kvöld en Haukar geta komið sér í góða stöðu með sigri.
Borgnesingar fá Valsara í heimsókn í nokkurskonar botnslag enda liðin í 10. og 11. sæti deildarinnar að mætast. Valur náði í góðan útisigur gegn Breiðablik í síðasta leik fyrir landsleikjahlé en Skallagrímur hefur tapað fjórum deildarleikjum í röð og kom sá síðasti þann 26. október.
Fjallað verður um leiki kvöldsins á Körfunni í kvöld.
Leikir dagsins:
Dominos deild karla:
Skallagrímur – Valur kl 19:15
Grindavík – Haukar kl 19:15