Martin Hermannsson og Valencia máttu þola fjögurra stiga tap gegn Baskonia í ACB deildinni á Spáni í kvöld, 81-85.
Á rúmum 23 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin 2 stigum, frákasti og 4 stoðsendingum.
Valencia er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni deildarinnar, en eftir leikinn eru þeir í 7. sætinu með 13 sigra og 12 töp það sem af er tímabili.
