Þessa stundina fer fram leikur Breiðabliks og Tindastóls í Dominos deild karla. Segja má að leikurinn sé algjör einstefna enda staðan 28-57 í hálfleik fyrir gestunum frá Sauðárkróki.
Brynjar Þór Björnsson er búinn að eiga alveg ótrúlegan fyrri hálfleik og er lang stigahæstur með 33 stig á 15 mínútum og 49 sekúndum. Öll stig hans hafa komið fyrir aftan þriggja stiga línuna eða ellefu þriggja stiga körfur í heildina.
Í fyrri hálfleik einum er hann orðinn efstur yfir flestar þriggja stiga körfur í einum leik. Justin Martin leikmaður var fyrir leikinn efstur með níu þriggja stiga körfur sem hann setti í sigri ÍR á Val þann 14. nóvember næstkomandi.
Áhugavert verður að sjá hversu margar þriggja stiga körfur Brynjar endar með en hann er í hálfleik með 61% nýtingu eða 11/18 í skotum. Hægt er að fylgjast með framvindu mála hér.
#körfubolti #dominossyn #svæðisvörn pic.twitter.com/CRCyT4Lx29
— Arnar Freyr h. (@ArnarFreyrH) December 9, 2018
Brynjar Þór 33 – Breiðablik 28 í hálfleik! #dominossyn
— Dagmar Björg (@dagmarrunars) December 9, 2018
Ha.? Er Brilli komin með 11 þrista í fyrri hálfleik eða er kkí-stattið að fokka í mér?#dominossyn
— Marvin Vald (@MarvinVald) December 9, 2018
Er staddur í Kópavogi og get staðfest að allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu hafi verið kallað út.
— Atli Fannar (@atlifannar) December 9, 2018