Það má segja að um 4 stiga leik hafi verið að ræða þegar KV heimsótti ÍA á Akranes í kvöld. KV var fyrir leikinn í 2.-3. sæti með 8 stig en ÍA í 4.-7. sæti með 6 stig í 2. deildinni.
Skagamenn byrjuðu leikinn betur og náðu fljótt 10 stiga forystu sem þeir héldu út leikinn og lönduðu 106-101 sigur í skemmtilegum leik.
Varnarleikur ÍA var góður í fyrsta leikhluta og má segja að það hafi verið grunnurinn að sigrinum en KV gerði virkilega heiðarlega tilraun til að stela sigrinum undir lokin en allt kom fyrir ekki, því miður fyrir þá og sem betur fer fyrir ÍA.
Það er ekki á neinn hallað þegar sagt er að Arnar Smári hjá ÍA hafi verið maður leiksins en hann skoraði 34 stig í leiknum, mörg af þeim mis langt fyrir utan 3ja stiga línuna og annað eins úr hraðaupphlaupum.
Jón Frímannsson var svo með tvöfalda tvennu 19 stig og 10 fráköst.
Hjá KV var David atkvæðamestur með 25 stig, 5 stiðsendingar og 13 fráköst, þar af 10 sóknarfráköst.
Fljótt tvöföld tvenna.
Liðin eru því jöfn að stigum eftir leikinn, hafa bæði unnið 4 leiki og tapað 4 sem skilar þeim 8 stigum í deildinni.
ÍA
Hjalti 17 stig, 9 fráköst, 2 stoðsendingar
Gabríel 4 stig, 1 frákast
Jón Frí 19 stig, 10 fráköst, 5 villur
Jón Trausta
Chaz 17 stig, 1 frákast, 9 stoðsendingar, 5 villur
Valdimar 1 stig, 2 fráköst
Arnar Smári 34 stig, 4 fráköst, 2 stoðsendingar
Elvar
Sindri 8 stig, 2 fráköst, 5 villur
Þorsteinn 2 fráköst
Gunnar 2 stig
Elías 4 stig, 1 frákast, 5 stoðsendingar
KV
Muggur 2 stig, 1 stoðsending
Steingrímur 2 fráköst, 2 stoðsendingar
Sólon 6 stig, 5 fráköst, 3 stoðsendingar, 5 villur
Kolbeinn 20 stig, 5 fráköst, 1 stiðsending
Jens 14 stig, 1 frákast
David 25 stig, 13 fráköst, 5 stoðsendingar
Jóhann 14 stig, 6 fráköst, 1 stoðsending
Reginn 2 stig, 1 frákast
Friðrik 4 stig, 1 frákast
Sigurður Rúnar 10 stig, 5 fráköst, 5 villur
Gunnar 2 stig, 1 frákast
Önnur úrslit kvöldsins:
Reynir 65 – 95 Álftanes
Ármann 85 – 90 Njarðvík b
Umfjöllun / HGH
Mynd / Jónas H. Ottósson