spot_img
HomeFréttirEinkunnir úr Ísland - Belgía: Hlynur Bestur

Einkunnir úr Ísland – Belgía: Hlynur Bestur

Hér að neðan má sjá einkunnagjöf úr leik Íslands gegn Belgíu. Einkunnir eru gefnar útfrá framlagi og hlutverki í liðinu en litið er til ýmissa þátt, bæði tölfræðilegra sem og ómælanlegra.

 

Hörður Axel Vilhjálmsson – 7
Hörður átti flotta spretti í kvöld. Var að venju sterkur varnarlega og stýrði sóknarleik Íslands vel. Hefði jafnvel mátt skjóta meira í ljósi þess að það vantaði 2 bestu skorara liðsins.

Jón Arnór Stefánsson – 6
Opnaði leikinn mjög aggressíft og skaut mikið í fyrsta leikhluta. Skotin voru hins vegar ekki að detta hjá Jóni í kvöld sem var leiðinlegt þar sem hann var duglegur að koma sér í góð skotfæri.

Ólafur Ólafsson – 6
Var í byrjunarliðinu í kvöld og leysti sitt hlutverk ágætlega. Setti þrist strax í upphafi en var lítið að hafa sig frammi sóknarlega fyrir utan það.

Tryggvi Snær Hlinason – 6
Tryggvi átti ágætis spretti bæði varnarlega og sóknarlega en týndist á köflum. Nýtti sínar mínútur sem voru að mati undirritaðs ekki nógu margar.

Hlynur Bæringsson – 7
Hlynur átti fínann leik. Skaut boltanum virkilega vel með þrjár þriggja stiga körfur í fjórum skotum og spilaði hörkuvörn að venju.

Kristófer Acox – 6
Kom inn með mikla orku og spilaði aggressíft í vörninni sem var gaman að sjá sem og nauðsynlegt. Hefði mátt klára betur í kringum körfuna en eftir allt ágætur leikur hjá Kristófer.

Elvar Már Friðriksson – 6
Góður leikur hjá Elvari sem tók ákveðna ábyrgð á sóknarleiknum þegar hann var inni á vellinum. Skaut boltanum ágætlega og var öflugur í því að finna félaga sína. Var einnig duglegur varnarlega.

Hjálmar Stefánsson – 6
Hjálmar skilaði sínu hlutverki vel. Hann hefði jafnvel mátt vera enn duglegri að reyna að skora boltanum enda fékk hann oft nægt pláss til þess, en barðist vel í vörninni og var fljótur að loka á skyttur Belgana.

Danero Thomas – 5
Danero Thomas var ekki mikill factor í dag, 0 stig, 0 fráköst og 0 stoðsendingar á 10 mínútum.

Ægir Þór Steinarsson – 6
Gríðarlega öflugur varnarlega og spilaði bestu vörnina af öllum á besta mann vallarins í dag, Van Rossum. Var stór þáttur í áhlaupi liðsins í þriðja leikhluta.

Gunnar Ólafsson – Spilaði ekki nóg

Haukur Óskarsson – Spilaði ekki nóg.

Fréttir
- Auglýsing -