Tryggvi Snær Hlinason var jákvæður fyrir leiknum gegn Belgíu í forkeppni Eurobasket 2021. Tryggvi hefur leikið ansi mikið með liði Monbus Obradoiro og telur það hjálpa sér í þessu landsleikjahlé.
Ísland mætir Belgíu í mikilvægum leik í forkeppni Eurobasket 2021 í kvöld þar sem Ísland verður að ná í sigur til að eiga betri möguleika á að komast í lokakeppni mótsins. Leikurinn fer fram í kvöld, 29. nóvember kl 19:45 í Laugardalshöllinni.
Landsliðið þarf á stuðning að halda til að ná í sigur í þessum mikilvæga leik. Hægt er að kaupa miða á leikinn hér.
Viðtal við Tryggva um leik kvöldsins má finna hér að ofan: