Karfan hefur í samstarfi við KKÍ ákveðið að gefa fimm heppnum einstaklingum miða fyrir tvo á landsleik Ísland og Belgíu.
Ísland mætir Belgíu í mikilvægum leik í forkeppni Eurobasket 2021 þar sem Ísland verður að ná í sigur til að eiga betri möguleika á að komast í lokakeppni mótsins. Leikurinn fer fram fimmtudagskvöldið 29. nóvember kl 19:45 í Laugardalshöllinni.
Fyrir þá sem ekki vilja taka áhættuna á að vinna miða geta keypt miða leikinn hér.
Dregið verður í leiknum í hádeginu 29. nóvember.