Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza máttu þola tap í kvöld fyrir Bilbao í ACB deildinni á Spáni, 81-68.
Á rúmum 15 mínútum spiluðum í leiknum var Tryggvi Snær með 8 stig, 8 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 varin skot.

Zaragoza eru eftir leikinn í 12. sæti deildarinnar, nokkuð langt frá sæti í úrslitakeppninni, en á sama tíma nokkuð öruggir með sæti sitt í deildinni.