spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaAntonio tekinn við Breiðablik

Antonio tekinn við Breiðablik

Meistaraflokkur kvenna hjá Breiðablik hefur fengið nýjan þjálfara til að stjóra liðinu út tímabilið.

Antonio D’Albero mun stýra liðinu út tímabilið en hann var aðstoðarþjálfari liðsins í byrjun tímabils. Antonio hefur þjálfað í Svíþjóð, Ítalíu auk landsliðs Jamaíka svo eitthvað sé nefnt. Halldór Halldórsson verður aðstoðarþjálfari Antonio.

Antonio stýrði Blikum í fyrsta sinní gær er liðið vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í Dominos deildinni. Þar sigraði Breiðablik Skallagrím í skemmtilegum leik en Antonio var líflegur á hliðarlínunni. Margrét Sturlaugsdóttir lét af störfum fyrir landsleikjahléið fyrir tveimur vikum og er eftirmaður hennar nú fundinn.

Til gamans má geta að Antonio er eiginmaður Florenciu Palacios leikmanns Stjörnunnar í Dominos deild kvenna. Breiðablik mætir Haukum í næstu umferð deildarinnar á miðvikudag.

Fréttir
- Auglýsing -