spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHildur og Celta enn ósigraðar

Hildur og Celta enn ósigraðar

Hildur Björg Kjartansdóttir heldur áfram að gera gott mót á Spáni þar sem lið hennar Celta Zorka er á ansi góðu flugi.

Celta Zorka lék gegn Maristas Coruna í gær þar sem segja má að um einstefnu hafi verið að ræða. Eftir tiltölulega jafnan fyrsta leikhluta stakk Celta af og unnu að lokum 95-62 sigur á Maristas.

Hildur Björg lék tuttugu mínútur í leiknum af bekknum og var með níu stig, þrjú fráköst og þrjár stoðsendingar. Liðið er í öðru sæti deildarinnar eftir átta umferðir en liðið hefur unnið alla leiki sína. Celta hefur hinsvegar einungis leikið sjö leiki og því í öðru sæti á eftir Osés Construcción Ardoi sem liðið mætir einmitt um næstu helgi

Fréttir
- Auglýsing -