Njarðvík og KR eru þau lið sem unnið hafa flesta leiki út á þriggja stiga skot sín það sem af er vetri í Dominos deild karla. Samkvæmt rannsókn sem tölfræðispekingurinn Daði Kristján Vigfússon gerði á leikjum liðanna, með því að endurreikna alla leiki tímabilsins án þriggja stiga skota.
Komst Daði að því að án þriggja stiga línunnar hefðu úrslit sex leikja breyst. Tindastóll væri þó enn á toppi deildarinnar, en Stjarnan og Keflavík væru í 2.-3. sætinu. Stjarnan væri því það lið sem hagnaðist mest á fjarveru þriggja stiga línunnar.
https://twitter.com/dadikv/status/1066522651798188032