Níunda umferð Dominos deildar kvenna fór af stað í gær með einum leik. Í honum sigraði Breiðablik lið Skallagríms, en sigurinn var sá fyrsti sem Blikar ná í í vetur.
Í kvöld mun umferðin svo klárast með þremur leikjum. Í Origo Höllinni mun Valur taka á móti Haukum, Stjarnan tekur á móti KR í Garðabænum og á Sunnubrautinni í Keflavík mætast heimakonur og Snæfell.
Leikir dagsins
Dominos deild kvenna:
Valur Haukar – kl. 19:15
Keflavík Snæfell – kl. 19:15
Stjarnan KR – kl. 19:15