Framherji Breiðabliks, Snorri Hrafnkelsson, mun verða frá í ótilgreindan tíma eftir að hafa fengið höfuðhögg í leik gegn Þór þann 15. síðastliðinn.
Snorri var ekki á skýrslu þegar að Breiðablik mætti Val í áttundu umferð Dominos deildarinnar síðastliðinn fimmtudag. Í spjalli við Körfuna staðfesti Snorri að um höfuðmeiðsl væri að ræða og sagðist hann ekki vera viss hvenær hann kæmi til baka.
Snorri hafði farið vel af stað með liði Blika í vetur. Skilað 13 stigum og 4 fráköstum að meðaltali í þeim 7 leikjum sem hann hafði tekið þátt í.