spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaLeikir dagsins: Síðustu leikir fyrir landsleikjahlé

Leikir dagsins: Síðustu leikir fyrir landsleikjahlé

Áttundu umferð Dominos deildar karla lýkur í kvöld með þremur leikjum. Leikirnir eru þeir síðustu fyrir tveggja vikna landsleikjahlé.

Á Hlíðarenda mætast tvö neðstu lið deildarinnar, Valur og Breiðablik í sannkölluðum fjögurra stiga leik. Keflavík heimsækir Ásvelli þar sem liðið féll úr leik í síðustu leiktíð og á því harma að hefna.

Stórleikur fer svo fram í Njarðvík þar sem Stjarnan er í heimsókn. Liðin eru meðal þeirra sem eru í og við toppinn og því um spennandi leik að ræða.

Fjallað verður um leiki kvöldsins á Körfunni síðar í kvöld

Leikir dagsins:

Dominos deild karla:

Valur – Breiðablik – kl. 18:30

Haukar – Keflavík – kl. 19:15

Njarðvík – Stjarnan – kl. 20:15

1. deild karla:

Sindri – Snæfell – kl. 19:15

Hamar – Fjölnir – kl. 19:15

Fréttir
- Auglýsing -